miðvikudagur, 21. júlí 2004

Í ca tvö ár hef ég notast við spjallforritið MSN og þar eru oftar en ekki margir vinir og kunningjar sem hafa í gegnum tíðina bent mér á eitthvað í fari mínu sem fólk tekur eftir án þess að ég geri það sjálfur. Hér eru nokkur dæmi:

Ég er, að sögn...
...ósýnilegur. Bloggaði um það.
...ekki kúl. Bloggaði um það.
...grindhoraður. Mér finnst ég passlegur.
...skemmtilegur og ofvirkur með víni, allt öðruvísi en dags daglega.
...alltaf til í að hjálpa með heimasíður. Ég kem af fjöllum.
...alltaf á msn.
...kinnfiskasoginn, hvað sem það nú er.
...með of mikið hár.
...með of lítið hár.
...kjánabangsi.

Ævintýrin sem maður lendir ekki í á MSN. Mér þykir gaman að læra um sjálfan mig þar sem ég er, eins og flestir, blindur fyrir því sem betur má fara hjá sjálfum mér. Þannig að endilega haldið áfram að benda mér á hlutina.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.