Það lítur út fyrir að tilraun blogger.com til að breyta viðmóti sínu og um leið einhverju sem virkaði mjög vel áður, hafi misheppnast hrapalega. Ég og flestir sem ég þekki (og blogga) geta illa opnað bloggsíðurnar sínar eða annarra. Í kjölfarið er aðsóknin á þessa síðu í algjöru lágmarki sem ég kýs að kenna blogger.com um frekar en leiðindum mínum.
Þessi bloggfærsla er gott dæmi um það hversu djúp geðveiki mín er varðandi blogg þetta en ég er, samkvæmt því sem hér er skrifað, að skrifa blogg sem ekki nokkur maður getur lesið.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.