Ég veit ekki hvað er að koma fyrir mig. Í gær keypti ég mér jakka fyrir gríðarháa upphæð án þess að hugsa mig tvisvar um. Í dag keypti ég mér HR peysu fyrir um 2.400 krónur án þess að velta því fyrir mér lengur en í ca fjórar sekúndur.
Og núna, þegar þetta er ritað er ég á leið niður í bæ í heimsókn til ömmu, ekki einu sinni vitandi hvort hún sé við eða upptekin þar sem hún svarar ekki í síma. Ótrúlegt hvað ég er klikkaður.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.