Ég óska hér með opinberlega öllum þeim sem eru að útskrifast úr Menntaskóla Egilsstaða og öðrum skólum til hamingju með áfangann en í dag var útskrift ME. Í kjölfarið hélt undirritaður í útskriftarveislu Bergvins sem haldin var á Urriðavatni. Ég þekkti fáa, var einn og eins og fáráður þannig að ég lét mig hverfa fljótlega.
Þá er það bara spurning hvort maður fari á útskriftarball í kvöld. Einföld spurning og við henni er til einfalt svar; nei. Ástæðan er öllu flóknari og fer ég ekki nánar út í hana að svo stöddu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.