sunnudagur, 23. maí 2004

Daginn hef ég notað til að vera á Borgarfirði Eystri hjá pabba í góðu yfirlæti. Pabbi eldaði hörkumáltíð eins og alltaf og við kíktum á rúntinn ásamt því að spjalla um daginn og veginn. Á rúntinum sáum við stærðarinnar flökkufugl sem eitthvað hefur villst af leið og ber nafnið grá...eitthvað. Ég virðist vera búinn að gleyma nafni hans en hann líktist storki í útliti og hreyfingum.

Gaman að segja frá því að þetta er í fyrsta sinn sem ég gleymi einhverju síðan ég gleymdi hvað hjólbörur hétu þegar ég stjórnaði unglingavinnunni um árið með Braga Þorsteins, sælla minninga.

Ef ég hef gleymt einhverju í millitíðinni þá man ég ekki eftir því.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.