Ég er rétt búinn að búa á Helgafelli í viku þegar þetta er ritað og nú þegar hef ég lent í hörku ævintýri. Þannig er mál með vexti að í morgun þegar ég vaknaði uppgötvaði ég að í lokaða arninum var fastur fugl sem hafði flogið inn um skorsteininn og fest sig þar inni. Ég ákvað, eftir langa umhugsun, að opna arininn og taka hann með poka yfir höndunum. Það tókst eftir langa baráttu og ég henti honum út þar sem hann flögraði út í óvissuna.
Hann slapp ómeiddur en ég skaddaðist illa á sálinni.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.