Þessi æsifrétt var að berast:
Í dag klukkan ca 18:30 fékk ég haus í munninn í æsispennandi körfuboltaleik. Það olli því að vörin þrýstist í tennur sem aftur olli því að vörin rifnaði að innanverðu og rauðleitur vökvi seitlaði um munn og andlit mitt. Ég bar mig þó karlmannlega, lagðist í jörðina og orgaði í ca 15 mínútur eða þangað til ég áttaði mig á að meiðslin voru ekki svo alvarleg. Ég ber þó líkamleg einkenni þess að hafa fengið haus í andlitið.
Ég hlakka bara til að segja stelpum skólans að ég hafi lent í brjáluðum barslagsmálum, eftir að hafa haldið tónleika um kettlinga og grætt milljónir á þeim.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.