Þegar undirritaður ákveður að fara austur á land, hvað gerist? Auðvitað það sem hefur margsannað sig; allt sem getur farið úrskeiðis fer úrskeiðis. Nokkur dæmi:
Ég sendi bílinn minn í smáviðgerð þar sem þurfti að skipta um spindil og eitthvað smáræði í viðbót. Hvað gerist? Auðvitað finnur bifvélavirkinn ca 2ja gramma stykki í öxlinum sem þarf að skipta um og auðvitað finnst ekkert annað þannig stykki á austurlandinu. Bíllinn er búinn að vera þrjá daga í viðgerð.
Ég ætla að fara á internetið í fartölvunni. Það gengur ekki og eftir umtalsverð vandræði tekst mér loksins, eftir rúma fimm daga, að koma því inn. Hvað gerist þá? Tölvan frýs og virðist, þegar þetta er ritað, vera handónýt.
Ég ætla að spila körfubolta eins og geðsjúklingur. Ekki hægt fyrstu vikuna þar sem íþróttahúsið er lokað. Það skiptir engu máli þar sem bíllinn minn er í viðgerð og ég bý í Fellabæ sem aftur skiptir engu máli því enginn í þessu helvítis bæjarfélagi virðist hafa áhuga á því að spila körfubolta. Svona er þetta víst þegar strákar komast yfir tvítugt og byrja að hugsa með tittlingnum. Ég hef eitthvað farið á mis við þessar kenndir greinilega.
Þetta hefur aðeins kennt mér eitt í gegnum tíðina; aldrei að reyna nokkurn skapaðan hlut. Ég plana að eyða restinni af minni ævi í að horfa á helvítis sjónvarpið.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.