Í strætóskýli í gær varð ég vitni að því þegar gömul kona tapaði strætómiðanum sínum. Hún leitaði út um allt í skýlinu, hátt og lágt og snéri öllu á hvolf í leitinni. Ég hjálpaði henni og skimaði eftir miðanum sem henni var svo dýrmætur.
Eftir nokkra mínútna leit og talsvert mikil vandræði dró hún upp veskið sitt og reif annan miða, af ca tuttugu.
Ég hefði skallað nísku kellinguna ef hún hefði náð mér ofar en mitti.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.