föstudagur, 30. apríl 2004

Ég biðst innilega afsökunnar á því hversu utan við mig ég hef verið í bloggfærslum síðustu daga. Ég hef verið að vinna það mikið í þessu umtalaða verkefni sem ég skila af mér 13. maí auk þess sem yfirvaraskegg mitt hefur verið að þvælast í augunum á mér að ég hef ekkert getað hugsað almennilega um eitthvað til að blogga um. Ég hef þó tilkynningu sem kemur vonandi sem flestum í Reykjavík þægilega á óvart.

Hérmeð tilkynnist að ég mun snúa aftur á austfirskar slóðir 13. maí næstkomandi, í tæka tíð fyrir heljarinnar eurovision teiti.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.