fimmtudagur, 8. apríl 2004



The Butterfly Effect.


Í gærkvöldi sá ég myndina The Butterfly Effect með Ashton Kutcher og Amy Smart í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um piltung sem missir minnið annað slagið á yngri árum. Þegar á fullorðinsárum er náð uppgötvar hann að með upprifjun á þessum tímabilum getur hann breytt fortíðinni og þarmeð framtíðinni. Hljómar eins og algjört kjaftæði en kemur á óvart hvað þetta er áhugavert og skemmtilegt. Álit mitt á Ashton Kutcher hefur hækkað gríðarlega þar sem hann stendur sig með stakri prýði.

Í myndinni kom líka athyglisvert atriði. Þegar hann var yngri fór hann á bíómyndina Seven, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og ekki nóg með það heldur skrifar aðalkarakterinn dagbækur um allt sem gerist í nákvæmlega eins bók og John Doe skrifaði í í Seven. Mögnuð tilviljun það.

Allavega, myndin er spennandi, áhugaverð, grípandi og stórkostlega skemmtileg. Ég mæli sterklega með henni þegar hún kemur í bíóhús landsins. Þrjár og hálfa stjörnu af fjórum. Jafnvel fjórar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.