miðvikudagur, 24. mars 2004



Stórgóð mynd.


Í gærkvöldi sá ég myndina American Splendor, eða Amerískur ljómi eins og það yfirfærist. Hún fjallar um þunglyndan, svartsýnan og stórskemmtilegan mann sem ákveður einn daginn að semja myndasögu. Hún slær í gegn í bandaríkjunum og hann upp að vissu marki líka.

Það besta við þessa mynd er leikurinn og að, þar sem þetta er sannsöguleg mynd, láta alvörufólkið sem er verið að leika koma annað slagið fram í myndinni. Þetta jók skemmtanagildið umtalsvert.

Þrusumynd. Mæli með henni í bíóferð, ekki í gegnum tölvu eins og ég sá hana. Þrjár og hálfa stjörnu af fjórum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.