föstudagur, 19. mars 2004



School of rock.


Í gærkvöldi veitti ég sjálfum mér það bessaleyfi að fara í bíó með Gylfa en hann er staðsettur í bænum þessa dagana. Myndin sem varð fyrir valinu heitir School of Rock og er ágætis afþreying. Hér eru nokkrar skemmtilegar staðreyndir varðandi myndina, kvöldið og annað mjög áhugavert:

* Jack Black leikur aðalhlutverkið með Mike White. Þeir eru eins og svart og hvítt (gengur þessi ekki upp?). Uppáhaldssöngvari minn heitir einmitt Jack White úr hljómsveitinni White Stripes (utan Nick Cave auðvitað).
* Bíóferðin tók 3,75 tíma. Myndin er 2 tímar, ferðin þangað tók 30 mín og ferðin til baka með strætóum tók klukkutíma og korter.
* Myndin minnir óhugnarlega á Sister Act, sérstaklega síðustu 15 mínúturnar ca.
* Ég fékk mér lakkrís með poppinu.
* Allir krakkarnir spila í alvöru á hljóðfærin í myndinni.
* Ég sá manneskju sem kemst inn á top 10 listann minn yfir útlitslega framúrskarandi vel gerðar konur. Sarah Silverman heitir hún.
* Allir foreldrarnir í myndinni keyra Volvo.
* Í þessari færslu eru 10 hlekkir og tveir svigar (ef þessi er ekki talinn með).

Myndin fær tvær og hálfa stjörnu af fjórum frá mér. Þið getið dregið hálfa stjörnu frá þessum dóm á tveggja ára fresti. Ætti þannig að vera komin í enga stjörnu eftir 10 ár, rétt um það leiti sem þetta verður álitin skelfilega hallærisleg mynd og ég verð búinn að eignast minn fyrsta milljarð króna.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.