Mér finnst textar í dögurlögum nútímans til háborinnar skammar og til að sanna mál mitt kem ég með sönnunargagn; textinn í lagi Red Hot Chili Peppers, Fortune Faded. Þar segir orðrétt:
"They say in chess you've got to kill the queen and then you made it."
Þetta er kjaftæði. Ég vann Óla Rúnar um daginn í skák og hann var enn með drottninguna á borðinu. Einnig skipti ég oft upp drottningu fyrir drottningu og sigra svo í endatafli. Engan hef ég heyrt segja að drepa þurfi drottninguna til að vinna. Þarna eru Red Hot Chili Peppers að misskilja skákíþróttina því þar þarf að drepa kónginn til að sigra. Furðulegt að þeir hafi ekki beðið skákfræðing um álit á textanum áður en þeir fóru að dreifa þessum lygum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.