miðvikudagur, 17. mars 2004

Gaman að segja frá því að ég var að komast yfir tveggja daga múrinn af tónlist sem ég á í tölvunni minni. Það náðist með því að taka 100 bestu one-hit-wonders disk af netinu og eyða svo 85 lögum af þeim vegna þess hversu leiðinleg þau voru.

Meira af tölfræði:

Hár mitt hefur nú náð níu sentímetra markinu. Þegar ég kom til Reykjavíkur í lok ágústs var það í þremur sentímetrum ca. Ég fór svo í klippingu í desember og lét skerða það um einn sentímetra. Þá fæ ég út að það hefur vaxið nákvæmlega sjö sentímetra á sjö mánuðum eða einn sentímetra á mánuði sem svo segir mér að ég er með eðlilegan hárvöxt. Þarmeð get ég eytt einu áhyggjuefninu af lista mínum sem spannar nokkrar síður, þéttskrifaðar.

Annars er gúrkutíð í fréttum og hugrenningum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.