Þegar ég stóð í lyftunni í skólanum áðan og beið eftir að hún lokaðist, þar sem ég myndi halda mína leið upp á fjórðu hæð til að halda áfram að læra, gekk stúlka framhjá sem ég sé daglega. Hún starði á mig og brosti undurblítt til mín. Þetta er í fyrsta sinn sem eitthvað brosir til mín (ég kýs að líta svo á að hún hafi ekki verið að brosa að mér heldur til mín). Eins allir harðkjarna piparsveinar þá vissi ég ekki hvernig átti að bregðast við en hér koma nokkrar hugmyndir sem flugu í gegnum hausinn á mér á þessari millisekúndu:
* Girða niðrum mig og hlaupa á eftir henni með útbaðaðar hendur.
* Öskra "Glyðra!"
* Brosa til baka.
* Veifa/kinka kolli og brosa.
* Þrýsta á loka lyftuhurð takkann sem óður væri.
* Missa andlitið og líta út eins og dádýr rétt áður en keyrt er yfir það.
Ég kaus síðasta möguleikann.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.