Ég segi ekki oft frá draumum mínum enda þeir frekar óspennandi, eins og vel flestir draumar. Í þetta skiptið ætla ég þó að bregða mér úr viðjum vanans og segja frá ekki einum draumi heldur tveimur því þeir eru með þeim skemmtilegustu sem mig hefur dreymt.
Í nótt dreymdi mig að ég hafi drukkið kasúldna mjólk sem var útrunnin fyrir tveimur dögum síðan.
Síðari draumur minn var mun meira spennandi en þar var Styrmir bróðir í aðalhlutverki þegar kom í ljós að hann hafði verið í NBA hér um árið hjá San Antonio Spurs. Ástæðan fyrir því að hann sagði engum frá var tölfræðin hjá honum. Eftir því sem ég best man var hann með eitt skot af átta ofan í einum leik sínum og einn tapaðan bolta. Í seinni leiknum hans tvö skot af sjö ofan í, tvö fráköst og fjóra tapaða bolta.
Ótrúlegt að ég muni tölfræði úr draumum mínum en get svo ekki munað eitt einasta nafn sem mér er sagt í raunverulega heiminum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.