Nýlega fékk ég tölvupóst frá höfundi þessarar síðu þar sem hann þakkar kærlega fyrir hlekkinn á síðuna sína. Hann vildi gjarnan lesa mína síðu sem ég lái honum ekki en þar sem hann er frá Bretlandi og talar bara bretlensku þá ákvað ég að þýða þessa síðu mína á hans, ef eflaust margra annarra, tungumál. Ekki nóg með það heldur fannst mér frekar fyndið að þýða þessa síðu líka á finnsku og gerði ég það því.
Héðan í frá mun ég þýða allar mínar færslur á bæði finnsku og ensku. Ég vara ykkur þó við, ég er ekki mjög góður í enskunni. Ég er þeim mun betri í finnskunni og skora ég á ykkur að afsanna það. Það er þó betra að segja frá því strax að ég svindla smá og nota glænýja orðabók við ensku síðuna.
Hér getið þið lesið síðuna á ensku.
Hér getið þið lesið síðuna á finnsku.
ATH. Verið þolinmóð á þessa hlekki. Þeir hlaðast ekki alltaf í fyrstu tilraun. Veljið refresh ef tilkynning birtist um að aðsóknin í síðuna sé of mikill.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.