Í ljósi þess að ég hef sofið helst til of lengi síðustu tvo morgna ákvað ég í gærkvöldi að setja sjö vekjara í gemsann minn svo ég myndi örugglega vakna á réttum tíma. Til að gera langa sögu stutta þá þrýsti ég alls 14 sinnum á snooze takkann sem er persónulegt met. Ég vaknaði samt í tæka tíð fyrir skólann og gaf mér meira að segja sjö mínútur til að lesa fréttablaðið.
Að öðru ekki svo óskyldu; ég held mér líði aldrei verr en þegar ég hleyp á eftir strætó, af öllum hlutum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.