Nýji broskallaleikur Vífilfells er áhugaverður svo ekki sé meira sagt. Í honum á maður að safna fimm gulum broskallatöppum af kók og skila þeim inn á bensínstöð til að fá hálfan lítra af kók ókeypis. Þegar ég sá þetta vöknuðu upp tvær áleitnar spurningar:
1. Fer Icelandair ekki í bullandi mál við Vífilfell þar sem þeir fóru í mál við Iceland Express fyrir að nota broskall í auglýsingu fyrir stuttu síðan. Þeir eiga jú einkaréttinn á brosköllum.
2. Verður ekki allt vitlaust í endurvinnslustöð Stólpa þar sem allar kókflöskur verða tappalausar til 1. maí 2004 en þá lýkur þessum leik? Það fer sennilega allt á flot eftir að hálftómum kókflöskum er hent, tappalausum og vinnuskilyrði þarmeð orðin ansi erfið svo ekki sé meira sagt.
Markaðsfræðingar Vífilfells hefðu betur hringt í mig áður en þeir komu með þessa hugmynd. Ég hefði t.d. komið með þá hugmynd að hækka verðið á kók um helming til að tvöfalda tekjur félagsins þar sem fólk virðist vera ömurlega ánetjað þessu sykursulli. Ég er að sjálfsögðu engin undantekning, andskotinn hafi það.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.