þriðjudagur, 24. febrúar 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í morgun klukkan 9:30 lauk tuttugu og fjögurra tíma veru minni hérna í skólanum þegar ég fór heim á tungveginn eftir próf í rekstrarbókhaldi. Hafði ég þá verið hérna frá 9:30 í gærmorgun að læra fyrir þetta umtalaða próf. Prófið var þó með þeim auðveldari sem ég hef tekið þátt í. Allavega, ég stoppaði stutt við heima, sofnaði í ca þrjátíu mínútur eða þar til tími var kominn til að fara í næsta tíma. Nú tekur við verkefnavinna en uppgjör mitt í rekstrarhagfræðiverkefninu stemmdi ekki og er það miður. Haldið áfram að kíkja hingað, fleiri fréttir af þessu æsispennandi verkefni á leiðinni!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.