föstudagur, 27. febrúar 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í kvöld býsnaðist ég yfir því hversu illa hnífur heimilisins bítur á hráu kjöti en ég var í þann mund að afbeina steikarbita sem síðar endaði í skolti mínum. Þegar ég hafði þvegið hnífinn lagði ég hann, ómeðvitað, blautan í hólf á bekknum svo hann stóð beint upp í loftið. Það kom sér vel að hann skar hrátt kjöt illa því ég ætlaði mér að sækja glasið mitt á svipað svæði stuttu seinna þegar ég rak hendina í hnífinn. Bitið var þó nægilega gott svo að hnífurinn stakkst á kaf í litla fingur og er ég slasaður maður í dag. Ég hrósa þó happi að hafa ekki verið að ná í eitthvað með munninum því þá væri ég sennilega eineygður núna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.