Í kjölfar kaupum mínum á fartölvunni hef ég byrjað að fá lánaða þætti og bíómyndir víðsvegar að (fer ekki nánar í það að svo stöddu hvaðan ég hef fengið þetta). Hingað til hef ég fengið eftirfarandi þætti:
Quantum Leap Sería 1
The office sería 1
Monk tveir þættir úr seríu 1
Derren Brown DVD diskur
og eftirfarandi myndir:
Eyes on Mars
City of god
Lost in Translation
Ég hef þó aðeins gefið mér tíma til að horfa á einn þátt af þessu öllu og er hann um dáleiðarann Derren Brown. Ekki nóg með það heldur er þungi námsins orðinn svo mikill að ég sé ekki fram á að geta horft á eitthvað af þessu fyrr en um næstu helgi. Að sjálfsögðu hef ég skrifað formlegt kvörtunarbréf til skólastýrunnar en hún er líka bílstýra utan skólans... sem kemur þessu máli ekkert við.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.