Ég spurði mig rétt í þessu "Hvernig getur kaffilykt verið svona góð þegar kaffi bragðast vægast sagt illa?" og klóraði mér í fyndnu skeggrótinni minni. Stuttu seinna kom önnur spurning askvaðandi í hausinn á mér; "hvernig getur hársápa lyktað svona vel en bragðast svona illa?" og stuttu seinna kom þriðja spurningin; "Af hverju blogga ég ekki um þetta?".
Það var þá sem ég áttaði mig á því að það myndi vanta eitthvað fyndið í endann ef ég ætlaði að blogga um þetta. Ennfremur áttaði ég mig á því að ég hafði verið búinn að stara á sömu setninguna í skólabókinni í rúmar 25 mínútur.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.