þriðjudagur, 10. febrúar 2004

Ég komst að því í morgun að það er til eitthvað meira pirrandi en að glata margra blaðsíðna ritgerð eða tölvupósti þegar tölva frýs. Þannig er mál með vexti að ég lærði í allan gærdag og til klukkan 5 í nótt fyrir próf sem var í morgun í Þjóðhagfræði. Ég var þó svo fársjúkur þegar ég vaknaði að ég varð að sitja heima með sárt ennið þar sem hóstinn minn hefði gert alla snargeðveika í prófinu. Ég örvænti þó ekki þar sem það eru tvö próf á önninni og aðeins það hærra gildir 15% og hitt ógildist. Ég lærði líka slatta á þessari rispu og tel mig nokkuð vel upplýstan. Í verstu svartsýnisköstunum hugsa ég svo bara út í að við erum bara viðbjóðslegar örverur á risa drullukúlu sem kallast jörð og okkar smáu vandamál eru ekkert til að hafa áhyggjur af.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.