mánudagur, 19. janúar 2004



Nói Albínói


Sá hina merkilegu mynd Nói Albínói á fjörugu laugardagskvöldi nýlega. Myndin fjallar um strák sem er sköllóttur og staddur á vestfjörðum um hávetur. Það eitt og sér er efni í Íslenska stórmynd en í þessari mynd er farið meira í sálarlíf piltsins. Margt spaugilegt gerist og annað sorglegra.
Leikurinn er mjög góður, myndatakan einstök en söguþráðurinn frekar daufur. Þetta er þó með betri Íslenskum myndum síðustu ára þannig að hún fær þrjár stjörnur hjá mér af fjórum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.