mánudagur, 19. janúar 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég var ekki lengi að drífa mig í BT eftir skóla í dag í ljósi þess að síminn minn fór í 12 mola. Hugðist ég kaupa mér nýtt „front“, eins og ungviðið kallar það. Þegar í BT var komið brá mér heldur betur í brún. Ekki nóg með að það fengust bara mjög litrík front, en eins og allir vita þá vil ég hafa símann minn eins og karakterinn minn; svarthvítan, heldur var líka djöfullegt verð á þessum fjanda. Hvert þeirra kostaði amk 1.400 krónur. Ég strunsaði því út sótsvartur af illsku en reiðin rann þó af mér þegar ég hugsaði út í hversu heppinn ég var í raun og veru þegar ég vann eitt stykki front í sms leik á síðasta ári. Sennilega einn stærsti vinningur sem Fellbæingur hefur unnið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.