Þegar árið 2003 hófst var ég staddur í vinnu á Skattstofu Austurlands, átti bíl og var að leigja í kjallara á Egilsstöðum með Björgvini bróðir og Bingó-Bjössa.
Hér kemur svo fréttaannáll fyrir 2003:
Janúar
Komst inn á Batman.is í fyrsta sinn með andúð minni á Bandaríkjamönnum.
Byrjaði að æfa körfubolta aftur, enn eina ferðina.
Komst að því að ég er ekki John Stamos.
Keypti mér nýjan bíl, Mitsubichi Lancer á krónur 15.000. Magnaður bíll.
Febrúar
Komst aftur á Batman.is, núna fyrir skoðunnarkönnun um stríðið.
Finnur.tk verður til.
Ég set inn þessa auglýsingu á einkamal.is. Fæ lítið af svörum.
Byrjaði aftur að æfa körfubolta.
Birgitta Haukdal sigrar Eurovision á Íslandi þrátt fyrir gríðarlegan fjárstuðning minn við Botnleðju.
Mars
Áttaði mig á því að ég er ekki kúl á neinn hátt.
Komst að því hverjir eru skyldir mér (allir).
Bandaríkjamenn sanna að þeir eru fífl.
Kemst á batman.is fyrir þetta.
Byrjaði að spá í pólitík í fyrsta sinn.
Bandaríkjamenn hefja fjöldamorð í Írak.
Apríl
Björgvin bróðir býður brjáluðum forsetisráðherra byrginn.
Ótrúlegir hlutir gerast í eldhúsinu.
Annars gerðist ekkert.
Maí
John Stockton leggur skónna á hilluna. Amk vika tekin í þunglyndi í kjölfarið.
Ég og Björgvin kjósum Vinstri græna og förum svo á Akureyri yfir daginn. Mögnuð ferð!
Við Björgvin flytjum búferlum frá Tjarnarlöndum í Hjarðarhlíð.
Björgvin gefur út ljóðabókina Svart á Hvítu.
Harpa Vilbergs kemur óvænt aftur frá Bandaríkjunum en stoppar stutt.
Útskrift Björgvins og Eurovision teiti. Magnað djamm. Myndir.
Júní
Bergvin og Garðar flytja inn í partííbúð sumarsins! Myndir.
Tölvulausi dagurinn hjá mér gekk vel.
Kemst inn á batman.is með verðlaust myndirnar mínar tvær.
Styrmir bróðir og Lourdes kona hans eignast sitt fyrsta barn 19. júní. Barnið hlýtur nafnið Kristján Freyr.
Komst inn á tilveran.is í fyrsta sinn fyrir að rífa kjaft við K@rínu @ladóttur.
Júlí
Fékk mitt fyrsta glóðarauga.
Karl Malone yfirgefur Utah Jazz.
Ég drap minn fyrsta fugl, óvart.
Fór á djammið með yfirvaraskegg. Mynd af því.
Ég fagna 25 ára afmæli.
Bylgja og Sigga halda partý heima í tilefni afmælisins (Myndir frá því).
Ágúst
Fór í fyrsta sinn í útilegu um Verslunarmannahelgina. Myndir.
Bætti heimsmetið í drykkju. Hef ekki drukkið síðan.
Ég og Björgvin flytjum úr Hjarðarhlíð.
Ég hætti á skattstofunni.
Ég seldi Toyotuna mína, fyrstu bifreiðina sem ég eignaðist.
Ég flyt á Tunguveg 18, Reykjavík til að stunda nám við HR.
Foo Fighters tónleikar í Laugardalshöll.
Ég kynnist undraheimi strætóbifreiða.
September
Byrjaði í World Class.
Hætti í World Class.
Ég vitna í sjálfan mig í heimildaritgerð og fæ 9 fyrir.
Október
Þessi síða átti eins árs afmæli.
Síðan breytti um lit.
Nóvember
Hárið á hausnum á mér nær sögulegri sídd.
Bæjarstjórn Egilsstaða tók síðuna mína til umræðu.
Desember
Ég átti 800.000.000 sekúndna afmæli.
Kláraði önnina og fékk fínar einkunnir.
Fór austur og vann á heilsugæslunni í jólafríinu.
Eyddi annars jólafríinu í körfubolta, göngutúra, vinnu og spil með vinum.
Þar hafið þið það!