Afsakið færsluleysið síðasta dag síðasta árs (sem var fyrir næstum þremur tímum). Blogger.com lá niðri samkvæmt áreiðanlegum heimildum.
Ég óska öllum þeim sem þetta les og öðrum löndum til hamingju með nýja árið og takk kærlega fyrir það gamla. Ótrúlegt að það séu nú þegar liðin fjögur ár síðan hinum merka áfanga var náð að lifa af til að sjá árið 2000. Ég man þegar ég var ca 8 ára og var að velta því fyrir mér hvernig staðan yrði hjá fjölskyldunni árið 2000 og ég orðinn 22 ára. Skemmtilegt að segja frá því að ég er enn einhleypur, enn jafn barnalegur í hugsun, enn í skóla, enn í sömu nærbuxum og enn búandi í foreldrahúsum (amk í jólafríinu sem stendur nú yfir, leigi venjulega eins og flestir vita).
Lífið breytist ekkert. Vona samt að 2004 breyti einhverju.
Gleðilegt nýtt ár!
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.