Var að enda við að lesa í fréttablaði dagsins að á næstunni muni vera gefinn út DVD diskur með bestu senum Radíus bræðra! Ég meig á mig um leið og ég ældi af spenningi en ég hef löngum verið nefndur, ásamt bræðrum mínum og nokkrum vinum, einn mesti aðdáandi þeirra Radíus bræðra. Á disknum verða Limbó þættirnir og allar radíus flugur þeirra bræðra úr dagsljósi og líklega þættirnir á laugardagskvöldunum ásamt spjalli þeirra bræðra um senurnar og hvernig hugmyndirnar urðu til. Lífið hefur öðlast tilgang á ný.
Ó já, tvíhöfði verða víst líka eitthvað á disknum en þeir eru mun slappari og mér nokk sama um þá drullukeppi.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.