Góðverk dagsins var í mínu boði þar sem ég sagði afgreiðslustúlku mötuneytisins að hún hafi gefið mér 100 krónur til baka af kaupum mínum í stað 50 króna. Með þessum 50 krónum sem ég gaf var ég í raun að kaupa mér orðstýr og sá orðstýr er að ég sé góður maður og hreinskilinn.
Illverk dagsins var reyndar líka í mínu boði en það var að biðjast ekki afsökunnar eftir að ég straukst upp við stúlku eina sem sat í sæti sem var aðeins of langt frá borðinu sem olli því að ég, eins og áður segir, straukst upp við hana. Ég get verið illmenni, rétt eins og velflestir í þessari bölvuðu borg.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.