þriðjudagur, 28. október 2003

Sunnudagurinn síðastliðni átti að fara í heljarinnar lærdóm með mínum stelpuvædda markaðsfræðihópi (er í 5 manna hópi í markaðsfræði, 4 af þeim eru stelpur og 3 af þeim heita Eva) en sökum veikinda hjá öðrum en mér hélt ég mig heima framan af.
Seinni parturinn var þó mun viðburðaríkari en þá hitti ég pabba, við fórum til ömmu í heimsókn og þaðan á vitabarinn þar sem við átum besta hamborgara bæjarins, að sögn Davíðs Þórs og fleiri vaskra manna. Þaðan lá leiðin í Regnbogann þar sem við horfðum á myndina Kill Bill eða Drepið reikning á Íslensku. Þær sem voru að grenja yfir því hve Matrix Reloaded er ruglingsleg ættuð ekki að fara á þessa. Það sem ég skildi var mjög óáhugavert. Myndin er bland af Matrix Reloaded (þeas bardagasenurnar) og Pókémon. Þar sem ég er talsmaður antikúlista þá gef ég ekki mikið fyrir Tarantino og kúlið hans. Hann virðist þrífst á því að vera kúl. Tónlistin í myndinni er þó afbragðsgóð.
Ein og hálf stjarna af fjórum sem gera hálfa stjörnu fyrir hverja milljón lítra af blóði sem flæddi í þessari mynd.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.