þriðjudagur, 7. október 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Á sunnudaginn þegar ég var að læra sem allra mest tók ég mér 3ja mínútna pásu til þess að þvo mér um hendurnar og snyrta mig því í sama lærdómsherbergi var gyðja sem ég nafngreini ekki að þessu sinni (fattar nokkur að ég veit ekkert hvað hún heitir?). Allavega, þarna á salerninu týndi ég hár af ullarpeysunni og bleiku íþróttabuxunum mínum, til að gera mig ekki að fífli og tók þá eftir að á hálsi mínum, neðanverðum (verð að tala um ofanverðan og neðanverðan vegna þess hversu langur hann er) stóðu tvö ca 2ja sentímetra löng hár. Ég hafði þá síðustu ca tvær til þrjár vikur safnað þessu myndarlega skeggi án þess að vita af því. Ég ákvað að gera bara gott úr þessu, greiddi bæði hárin upp og spókaði mig fagurlimaður fyrir framan nafnlausu gyðjuna sem fljótlega yfirgaf samkvæmið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.