fimmtudagur, 30. október 2003

Í ljósi þess að engin heilastarfsemi virðist vera í gangi hjá mér þessa dagana hyggst ég fjalla um tvær myndir sem ég nýlega sá en hef ekki haft tíma til að skrá neitt um sökum Anna (fullt af stelpum sem heita Anna hafa haldið mér niðri).

Sú fyrri er gömul sem ég hafði ekki horft á í langan tíma og ber hún nafnið 'The Cutting Edge' eða 'Á hálum ís'. Þegar ég var á gelgjunni (frá 18-22 ára aldrinum, seinþroska) fannst mér þessi mynd vera dásamleg og ein sú besta sem ég hafði séð. Þegar það virkaði ekki á stelpurnar féll hún í gleymsku þar til núna. Myndin fjallar um skautadrottningu sem er leiðindartík. Hana vantar alltaf karlkyns skautara á móti sér þar sem þar sem hún er mjög leiðinleg. Þá kemur fram ægilegur pörupiltur sem tekur hana í gegn og svo framvegis. Myndin er hugljúf og nokkuð vel gerð. Hún er frá 1992 og það sést vel. Leikarar standa sig vel og sagan er fín þrátt fyrir væmni í lokin. Þrjár stjörnur af fjórum.

Seinni myndin er 'Bruce Almighty' með Jim Carrey í aðalhlutverki en hana niðurhlóð af hinu merka forriti DC++ nýverið. Myndin er vella út í gegn og þó að Jim Carrey standi sig vel er sagan bara of væmin og dæmigerð fyrir mig auk þess sem sum atriðin sem eiga að vera svakaleg eru einfaldlega ömurleg. Ein og hálf stjarna af fjórum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.