fimmtudagur, 16. október 2003



Leiksigur Nicholas Cage


Ég gerðist kærulaus fyrir nokkrum kvöldum og leigði mér myndina Adaptation á myndbandsspólu. Myndin er mjög sérstök og um leið ekkert sérstök. Það sem situr eftir er mjög góður leikur Nicholas Cage (sem kemur mjög á óvart) og það hversu furðuleg þessi mynd er. Fyrir þá sem vilja sjá Nicholas Cage feitan þá er þetta myndin því hann bætti amk 20 kg á sig fyrir þetta og er, þótt ótrúlegt sé, frábær í þessu hlutverki. Adaptation í heild sinni fær þó ekki nema tvær stjörnur hjá mér af fjórum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.