miðvikudagur, 22. október 2003

Hvað er rangt við eftirfarandi færslu:

Í morgun vaknaði ég með hárið nákvæmlega eins og í gærkvöldi þegar ég fór að sofa, mætti á réttum tíma í skólann eftir að hafa náð strætó og garnirnar gauluðu ekki yfir alla kennslustofuna upp úr klukkan 11, eins og þær gera venjulega. Í mötuneytinu gekk allt snurðulaust fyrir sig, ég tók matinn og greiddi fyrir eins og ekkert væri sjálfsagðara, hugsandi ekkert um yfirdráttinn og að þessi máltíð kostaði í raun 8,5% meira árlega, reiknað mánaðarlega.

Svarið er fyrir neðan. Krossgátan er til þess að ykkur leiðist ekki á leið ykkar niður. Það vantar orðin en það er óþarfi að láta smáatriði skemma krossgátuna.





Svarið er: allt. Ég missti af strætó í morgun eftir að hafa sofið yfir mig og vaknað með hárið upp í loft (kominn með það mikið hár að ég missti jafnvægið). Gekk því í skólann, mætti of seint og garnirnar gauluðu yfir allan salinn í hljóðum tíma. Borgaði matinn í hádeginu, minnugur þess að ég er með námsmannayfirdrátt, og missti kókdollu í gólfið í leiðinni.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.