Ef aðstandendur þessarar keppni hefðu bara komið til mín og spurt hver væri fyndnasti uppistandari Íslands hefði ég bara getað sagt þeim það, í staðinn fyrir að þeir skuli hafa þurft að halda þessa ægilegu keppni sem tekur bara dýrmætan tíma frá keppendum, aðstandendum og ekki síst áhorfendum.
Allavega, það vita það allir gáfum gæddir einstaklingar að Steinn Ármann er sá fyndnasti. Nú vona ég bara að Radíus Bræður komi aftur saman og geri nokkra þætti fyrir sjónvarpið í staðinn fyrir hálfvitana í spaugstofunni sem hættu að vera fyndnir ca 15 mínútum eftir að þeir byrjuðu með þættina sína fyrir ca 20 árum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.