miðvikudagur, 15. október 2003

Ég var að koma úr tíma þar sem ég varð vitni að frekar fyndnu atviki. Rauðhærð, síðhærð stelpa sat fyrir framan mig í flíspeysu og þegar vel var liðið á tímann tók hún eftir hári á öxlinni á sér og eyddi nokkrum mínútum í að taka það sem tókst að lokum. Hún áttaði sig ekki á því að það sást varla í bakið á henni fyrir heilu hárlokkunum. Á yfirborðinu hélt ég ró minni, lagði vísifingur hægri handar á hökuna á mér og þóttist velta fyrir mér hvernig eigi að deilda e í exta í öðru en innra með mér grét ég úr hlátri. Mér fannst þetta svo skondið atvik að ég fylltist eldmóði og ákvað í framhaldi af því að ganga upp fjórar hæðir í HR en venjulega tek ég lyftuna. Ég tók mér kaffipásu á þriðju hæð en kláraði svo afrekið og var þetta mesta hreyfing sem ég hef stundað síðan á laugardaginn þegar ég fór í körfubolta (tel ekki með þegar ég klifra upp í strætóinn daglega).

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.