Síðustu dagar hafa verið merkilega leiðinlegir en þeir eiga það allir sameiginlegt að á þeim eyddi ég góðum hluta dagsins í heimavinnu og verkefni. Í háskóla er hver dagur betri en sá næsti. Hér er yfirlitið:
Laugardagur:
13:00-21:30 Vinna heimildaritgerð
22:00-02:00 Bíó + að redda mér heim
02:15-05:00 Reyna að sofna.
Sunnudagur:
13:30-23:00 Vinna heimildaritgerð
23:30-01:00 Horfði á sjónvarp
Mánudagur:
10:00-21:00 Skóli + lyfta + heimadæmi í stærðfræði
21:00-23:30 Heimsókn til Gylfa
00:00-01:00 Reynt að sofna.
Þriðjudagur:
08:00-17:20 Skóli + lyfta + heimadæmi í stærðfræði
Áætlun:
17:30-00:30 Heimalærdómur í stærðfræði
00:45 Ég læt lífið úr leiðindum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.