sunnudagur, 21. september 2003

Síðustu 2 daga hef ég verið að velta því fyrir mér hvað ritstuldur er í kjölfar þess að ég er að skrifa ritgerð um efnið. Nú fer mig að vanta heimildir og ætla því að bregða á það ráð að rita það sem mér finnst um ritstuld og setja svo þessa færslu sem heimild.


Hvað er ritstuldur?

Ritstuldur er greinilega framkvæmdur aðallega af húðlötum og orkulausum nemendum sem vilja gjarnan eyða tíma sínum í eitthvað annað en að skrifa ritgerðir. Þeir kjósa að reyna að komast upp með ritstuld gegn því að eyða tíma sínum í eitthvað annað í stað þess að láta t.d. félagslífið sitja á hakanum. Þessi skilgreining skildi ég ætla að eigi við um mestmegnið af ritstuldi á meðal nemenda í dag.

(afsakið dyggu aðdáendur, ég seldi sálu mína þarna fyrir heimaverkefni).

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.