fimmtudagur, 18. september 2003

Hörkulærdómskvöld í gærkvöldi með Óla Rúnari. Við tókum okkur pásur annað slagið og tefldum eins og vindurinn. Undir lokin leystist lærdómurinn upp í vitleysu og við hættum um klukkan 22:30 eftir að ég kom með þá vanhugsuðu tillögu að spila leikinn "Er ég að grenja?" um leið og við lásum. Hann gengur út á að kalla fram eins stór augu og mögulegt er um leið og munnurinn er hafður eins smár og andlitið býður upp á.

Ég vaknaði þó snemma í morgun, dreif mig í skólann og hélt áfram að læra fyrir markaðsfræðiprófið, sem byrjar eftir 50 mínútur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.