Í gær var merkilegur dagur fyrir þær sakir að þá rigndi ekkert í Reykjavík. Er það í fyrsta sinn sem það helst þurrt heilan dag frá því ég kom hingað fyrir næstum því þremur vikum. Að sjálfsögðu er byrjað að rigna núna þannig að ég get útilokað að um alvarlegan þurrk sé að ræða.
Ef ég vil auðvelda vinnu þá verð ég veðurfréttamaður fyrir höfuðborgarsvæðið. Ef ég nennti svo ekki í vinnuna gæti ég bara hringt inn veikur og sagt að það verði rigning í dag. Ca 95% líkur á því að það verði rétt.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.