laugardagur, 27. september 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gær fór ég í súkkulaðiverksmiðjuna (world class) að reyna að gera mig þyngri. Þegar ég var að gera mig að fífli í einhverju tækinu verður mér litið á litla stelpu sem var að lyfta þarna líka. Hún var agnarsmá (ekki mikið stærri en 150 sm) en virtist vera með ægilega lögulegan vöxt. ATH. ég var ekki að góna á smástelpu heldur meira að velta því fyrir mér hvað rusltónlistarkonan Britney Spears sé búin að gera við ungviðið. Þegar hún svo gekk framhjá mér sá ég að þetta var engin önnur en Svala Björgvinsdóttir mætt holdi klædd að lyfta með almúganum. Það sem kom mér hvað helst á óvart var hversu eðlileg hún er, svona rétt eins og ég og þú nema hún er auðvitað miklu fallegri, hæfileikaríkari og minni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.