Ég hef lengi hugsað mér að skipta um útlit á þessari bölvuðu síðu. Í kvöld komst ég í tæri við frítíma og ákvað því að nota hann til að fikta í þessu. Hér er komin hugmynd að nýju útliti. Ég sé þó að það þarf að breyta litasamsetningunni á hlekkjunum aðeins en þetta myndi halda sér annars að mestu leiti ef ég kýs að halda þessu útliti. Nú er það bara spurningin; hvað finnst sótsvörtum almúgi um þetta? Kjósið hér að neðan. Hér getið þið séð útlitið sem ég er að hugsa um að vera með.
Munið svo krakkar: Ef þið kjósið farið þið til himnaríkis þegar þið deyjið, annars beint til helvítis.
Smellið hér til að taka þátt.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.