sunnudagur, 14. september 2003

Ég var að koma úr ævintýralegu kvöldi í mjög skemmtilegum félagsskap. Harpa var nefnilega að koma til landsins eftir að hafa verið í Bandaríkjunum í alltof langan tíma og var ákveðið að hittast í keilhöllinni, þeas Harpa, Bylgja, Davíð, Birgitta og ég. Keilan byrjaði, eins og svo oft áður, mjög vel hjá mér og tók ég talsvert örugga forystu með nokkrum fellum og feykjum en undir lokin var ég kominn í glennur og kantbolta. Ég reyndi að hitta breiðholtsmegin en það gekk ekki eftir en sigur í fyrsta leiknum samt sem áður staðreynd. Þá var sú skelfilega ákvörðun tekin að spila annan leik en þar voru úrslitið hagstæð fyrir stelpurnar og sló Birgitta met í fellum og ég met í aumingjaskap.

Eftir keiluna fór ég á rúntinn með hópnum sem tvístraðist stuttu seinna á þann hátt að ég og Bylgja rúntuðum og hin fóru á kaffihús. Í bílinn bættist svo við Elsa Guðný en hún er stödd í Reykjavík með Bergvini og fleiri vinum. Við keyptum okkur Hlöllabát en fyrir einskæra tilviljun hafði ég ekkert borðað í allan dag, en varð samt illt af þessum báti og er það alls ekki tengt fríða föruneytinu því hann var etinn eftir að ég kom heim.

Núna, þegar heim er komið, er planið að horfa á spænsku myndina 'Habla con ella' en hún er að sögn mjög góð. Hlakka til að sjá hana.

Allavega, velkomin heim Harpa! Takk fyrir rúntinn og skemmtunina Bylgja og Elsa Guðný og takk fyrir samveruna Birgitta og Davíð. Skemmtilegt kvöld að baki og ég andlega endurhlaðinn.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.