miðvikudagur, 27. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Á mánudagskvöldið hélt ég í víking á myndina 'Pirates of the Caribbean: the curse of the black pearl' í fríðu föruneyti Jökuls, Tedda, Garðari og Eygló. Myndin var spiluð í sambíóum einhversstaðar í Reykjavík (rata ekkert og veit ekki hvar ég var staddur). Í henni leika Johnny Depp, Orlando Bloom, Geoffrey Rush og fleiri góðir. Myndin er afbragðsskemmtun í alla staði. Sagan er góð, tæknibrellur magnaðar og leikurinn frábær, þó sérstaklega hjá Johnny Depp sem fer á kostum í hlutverki Keith Richards, eða sambærilegum karakter. Ofan á skemmtilega mynd bætist við skemmtileg bæjarferð í góðum félagsskap svo myndin fær þrjár og hálfa stjörnu af fjórum. Fleiri svona myndir í bíó.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.