fimmtudagur, 7. ágúst 2003

Þessi dagur markar tímamót því ég er hérmeð meðlimur í Háskóla Reykjavíkur eftir að hafa greitt rúmar 91.000 krónur í skólagjöld og dráttarvexti. Þessi dagur er líka talsverður sorgardagur því ég er kominn í mínus hvað peningainnistæðu varðar. Ég fékk þó mínusinn í Landsbankanum á Egilsstöðum, sem er skömminni skárri en Búnaðarbankinn vegna leiðindabankastýru sem beitir þögninni óspart.

Ofan á þetta bætist svo við mjög bólginn og fjólublár vísifingur vinstri handar eftir körfuboltaæfingu í gær en þar hefði rúgbrauð staðið sig betur en ég.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.