laugardagur, 16. ágúst 2003

Það er ný auglýsing í gangi þessa dagana frá VÍS en þar er fjallað um dreng sem kemst upp með að keyra fullur og svo framvegis með orðinu 'Heppinn' í lokinn á hverri staðreynd. Ég man ekki hvað hann á að heita í auglýsingunni en hér kemur dæmi um setningar:

Óli nældi sér í flottustu stelpu skólans. Heppinn.
Óli er aldrei tekinn af löggunni þó hann drekki undir stýri. Heppinn.
Óli var sá eini sem komst lífs af þegar hann velti bílnum fullur. Heppinn.


Þarna endar auglýsingin þó ekki heldur er aðstaða hans rakin þar sem hann er orðið grænmeti. Hann er þó alltaf jafn heppinn.
Það er eitt hægt að segja um þessa auglýsingu: Meistaraverk! Sjaldan hefur auglýsing haft jafn mikil áhrif á mig, bæði hvað tilfinngar varðar og hvernig ég haga mér í umferðinni. Í lokin á auglýsingunni er þó frekar slöpp setning: "Tökum heppnina úr umferðinni". Betra væri ef einhver brjálaður karl öskraði "KEYRÐU EINS OG MAÐUR HÁLFVITI!". Það hefði sennilega fullkomnað hana og ég hefði farið að gráta.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.