Í dag klukkan rúmlega 16:00 tók ég mig til, reif mig úr öllum fötunum nema öðrum sokknum og æddi út í rigninguna æpandi "Ég er fráls! Ég er loksins frjáls!" en ástæðan er starfslok mín á skattstofu austurlands. Gleði mín var stutt því skömmu eftir að ég var kominn út í bíl, kviknakinn, áttaði ég mig á því að ég hafði gleymt að stimpla mig út og allt starfsfólkið enn inni. Vandræðalegt svo ekki sé meira sagt og spurningarnar sem dundu yfir mig á meðan ég stimplaði mig út hálf barnalegar.
En svona að öllu gamni slepptu þá mun ég sakna skattstofunnar talsvert, þar er góður starfsandi, vinnan þægileg og starfsfólkið alltaf hresst. Í dag voru meira að segja kökur með kaffinu í tilefni að því að ég hafi verið að hætta til að nema viðskiptafræði í Háskóla Reykjavíkur. Á skattstofunni hóf ég störf 23. nóvember síðastliðinn eins og þið getið lesið um hér. Hef ég því unnið þarna í níu mánuði, samkvæmt minni stærðfræði. Mín fyrrverandi staða er því laus þessa stundina og er hægt að sækja um hana í síma 470 1300.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.