laugardagur, 19. júlí 2003

Þvílíkur dásemdardagur að baki (skrifa eftir miðnætti þannig að þetta flokkast undir laugardag, þó ég sé að ræða föstudaginn). Hann hófst með vinnudegi á skattstofunni sem endaði snarlega um hádegisbil þegar ég ákvað að byrja sumarfríið mitt. Fyrsta verkefnið var að skipta úr Búnaðarbankanum í Landsbankann en afgreiðslan á veturnar í þeim fyrrnefnda er skelfileg svo ekki sé meira sagt. Því næst fór ég í sund en þar var Gulla sólbrúna og notuðum við tækifærið og spókuðum okkur í sólinni í rúmlega 20 stiga hita. Eftir glæsilega sundferð var farið á rúntinn með Gylfa en hann sagði margar góðar sögur og henti að ýmsu gaman. Næst var að sækja bróðir minn, Helga, á Hrafnabjörg en þar var mikil veisla og glatt á hjalla. Þegar heim var komið tók við rúntur og skemmtilegt spjall við frænda minn Eika auk þess sem við rúntuðum umtalsvert. Ég hef planað að jafnvel skreppa aftur í sund á morgun, laugardag, ef veður leyfir. Lesendur þessa veftímarits: vinsamlegast ekki biðja um eiginhandaáritun.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.